From five°degrees, July 26th 2018:

We are proud to announce that we completed our acquisition of Libra, a leading provider of core banking IT-systems in the financial sector in Iceland.

This is an important step for us, which will boost our international growth ambitions.

Five Degrees kaupir Libra

Kaupin undirstrika enn frekar það traust sem hollenska fyrirtækið hefur á hugbúnaðafólki á Íslandi þar sem þeir hafa verið með starfstöð hér í 9 ár.

Hollenska fjártæknifyrirtækið Five Degrees, sem sérhæfir sig í hugbúnaðalausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki, hefur fest kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Libra sem er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Kaupin styðja enn fremur við markmið Five Degrees um alþjóðlegan vöxt og gerir þeim kleift að bjóða uppá fleiri lausnir fyrir fjármálafyrirtæki og að hjálpa þeim að mæta nútímalegum kröfum.

Sjá alla fréttatilkynninguna

Um Libra

Libra er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað.

Okkar helstu vörur, Libra Loan og Libra Securities, eru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.

Viðskiptavinir okkar

Arion banki Artica Finance Borgun Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Búseti Byggðastofnun ClearStream Fossar Markaðir Fjársýsla ríkisins Framtíðin Greiðslumiðlun HF verðbréf Íbúðalánasjóður Íslandsbanki Íslensk verðbréf Kvika Landsbankinn Lánasýsla ríkisins LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Motus NASDAQ OMX Nordic Pacta lögmenn Pei Ríksisskattstjóri Seðlabanki Íslands Sjóvá Sjóvá T Plús Tryggingamiðstöðin Virðing

Gildin okkar

Traust

Við eigum langa sögu og byggjum á afar traustum viðskiptasamböndum.

Fagmennska

Okkar verklag er vel skilgreint og skilar sér í faglegum lausnum.

Sveigjanleiki

Við bregðumst hratt við breyttum aðstæðum hjá viðskiptavinum okkar.

Frumkvæði

Við sýnum frumkvæði í verki við hönnun og þróun á hugbúnaði.

Libra er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2017
Libra hefur verið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fimm ár í röð og fær því Gullmerki Creditinfo.
Libra er Microsoft Silver Partner

Kerfin okkar hafa verið í stöðugri þróun frá 1996 í nánu samstarfi við fjármálamarkaðinn

Verkefnin okkar

Fyrsta verkefnið okkar var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf árið 1996.

Kerfið óx og dafnaði og er í dag bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfið, Libra Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.

Árið 2002 hófum við hönnun á lánaumsýslukerfinu Libra Loan sem náði fljótt útbreiðslu á markaðinum og hefur fest sig í sessi hjá fjölda viðskiptavina okkar.

Þá eru ótalin fjöldi verkefna í gegnum árin sem ýmist hafa endað í viðbótareiningum við okkar megin kerfi, eða sem sérverkefni fyrir okkar viðskiptavini, s.s. á sviði útreikninga, ferlaumbóta eða fjöldavinnslu.

Libra Securities

Ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýsla og rekstur verðbréfasafna.

Libra Securities samanstendur af nokkrum kerfiseiningum sem styðja frágang viðskipta, greiðslur, eignaskipti, samskipti við fjárhagskerfi, eignaumsýsla, verðmat, fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingagjöf og stuðning við fjárfestingarákvarðanir.

Helstu styrkleikar kerfisins eru innbyggðir ferlar sem notaðir hafa verið á Íslandi til fjölda ára. Nær allar helstu fjármálastofnanir landsins nota Libra Securities.

Libra Loan

Sveigjanlegt fjölmynta lánaumsýslukerfi með öfluga upplýsingagjöf.

Libra Loan heldur utan um lántökur og lánveitingar og þriðja aðila umsýslu á skuldabréfum. Kerfið er hannað fyrir íslenskan markað og ræður við séríslenskar þarfir og úrræði og styður fjölda lánaafbrigði.

Helstu styrkleikar kerfisins eru sveigjanleiki, ferlar við skráningu og afgreiðslu lána svo og innheimtuferli og upplýsingagjöf. Libra Loan hefur sterka stöðu á innlendum lánamarkaði og yfir 100.000 lán eru meðhöndluð í kerfum viðskiptavina okkar.

Við erum gríðarlega samhentur hópur sem oft hefur lyft grettistaki fyrir viðskiptavini okkar

Helstu upplýsingar

 • Libra ehf
 • Kennitala: 601205-0330
 • Heimilisfang: Bæjarlind 2
 • Póstnúmer: 201 Kópavogur
 • VSK númer: 90189

Starfsstöðvar

Við erum með starfsstöðvar í Kópavogi þar sem starfa 34 manns og á Akureyri er 8 manna starfsstöð.

Nánar um starfsstöðvar okkar

Starfsfólk Libra

Hjá okkur starfa 42 starfsmenn og er meðalstarfsaldurinn hjá okkur um 8 ár. 15 manns hafa starfað í 10 ár eða lengur hjá okkur.

Við erum alltaf að leita að góðu fólki

Ef þú hefur áhuga á að starfa við þróun, prófanir eða þjónustu á Libra hugbúnaði, hafðu þá samband við okkur.

Sagan

Við byrjuðum sem hluti af TölvuMyndum 1996.

Árið 2001 fékk félagið nafnið Libra og varð sjálfstætt dótturfélag í eigu TölvuMynda, síðar TM-Software.

Í byrjun árs 2006 seldi TM-Software Libra til norrænu kauphallarinnar OMX. Við fengum þá nafnið OMX Technology á Íslandi, síðar OMX Banks and Brokers á Íslandi og loks OMX Broker Services á Íslandi.

2008 sameinuðust Nasdaq Kauphöllin í New York og OMX og fengum við þá nafnið Nasdaq OMX Broker Services á Íslandi.

Í mars 2009 seldu Nasdaq OMX okkur til innlendra fjárfesta og tókum við aftur upp nafnið Libra.

 

Okkar verklag er vel skilgreint og skilar sér í faglegri hugbúnaðarþróun

Stefna Libra

Við erum leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Við bjóðum stolt upp á vörur með sterkan tæknilegan bakgrunn og erum tilbúin fyrir nýja markaði.

Við vinnum skipulega í hópi faglegra og umfram allt ánægðra starfsmanna og vinnum náið með viðskiptavinum okkar.

Okkar gildi

Okkar gildi eru traust, fagmennska, sveigjanleiki og frumkvæði.

Gildin okkar endurspeglast í nánu samstarfi við viðskiptavini, löngum viðskiptasamböndum, frumkvæði í lausnum og ráðgjöf, faglegri nálgun verkefna og stöðugri umbótahugsun.

Gæðamál og verklag

Markmið gæðastjórnunar hjá Libra er að lágmarka gæðakostnað, að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina án tilviljanakenndra undantekninga og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðri gæðamenningu í fyrirtækinu.

Gæðastjórnunin skiptist í þrjú lykilferli:

Gæðaáætlun Libra byggir á sjálfsprottinni gæðastefnu til margra ára sem samanstendur af hlutverkum, verkferlum og verklagsreglum.

Gæðastýring Libra byggist á stefnumiðuðu árangursmati þar sem mælikvarðar og markmið eru skilgreind fyrir fjóra mismunandi víddir innan fyrirtækisins: Starfsmenn, Innri mál, Viðskiptavinir og Fjármál.

Gæðaumbætur Libra eru drifnar áfram af starfsmönnum og faghópum. Þar er áhersla lögð á stöðugar umbætur, í litlum skrefum.

Samfélagsleg ábyrgð

Eitt af markmiðum Libra er að sýna samfélagslega ábyrgð. Það gerum við meðal annars með því að styrkja góð málefni.

Meðal þeirra sem hafa notið góðs af því eru Rauði Krossinn, Blindravinnustofan, Vímulaus æska, átakið "Mottumars - Karlmenn og krabbamein", Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Umhyggja - félag til stuðnings langveikum börnum, UNICEF á Íslandi og Ljósið, þar sem Libra var þátttakandi í söfnunarátakinu "Á allra vörum".

Libra er jafnframt í samstarfi við AMS, Atvinnu með stuðningi.

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur því við tökum vel á móti þér

Skrifstofur Libra

Höfuðstöðvar

Höfuðstöðvar Libra eru í Bæjarlind 2 í Kópavogi
 • Bæjarlind 2
 • 201 Kópavogur

Akureyri

Libra er einnig með skrifstofu á Akureyri
 • Skipagata 9, 2. hæð
 • 600 Akureyri

Símanúmer og netföng

Símanúmer

 • Aðalnúmer: 595 8700
 • Þjónustuborð: 595 8787

Netföng

Sækja nafnspjald

Senda fyrispurn

Nafn  
Netfang   
Fyrirspurn  
Öryggistékk   

Til að koma í veg fyrir sjálfvirkan innslátt vef-köngulóa, óskum við eftir að þú sláir inn það sem fram kemur á myndinni hér að ofan

 
Senda okkur fyrirspurn
+© Myndir
- Allar ljósmyndir á síðunni tók Þórir Sigurgeirsson sem jafnframt er starfsmaður Libra Myndasíða Þóris